Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fóru á stolinni vespu í ránsferðir í töskugeymslu
Laugardagur 1. apríl 2017 kl. 12:17

Fóru á stolinni vespu í ránsferðir í töskugeymslu

Piltar sem komust inn í töskugeymslu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni létu greipar sópa. Þeir stálu meðal tveimur fartölvum, þremur farsímum, hleðslusnúrum, usb-lyklum og dýrum merkjafatnaði úr töskunum.  Þeir fóru nokkrar ferðir í geymsluna og notuðu við þær vespu sem einn þeirra hafði stolið nokkrum dögum áður.
Lögreglan á Suðurnesjum hafði hendur í hári piltanna og var þýfinu, sem fannst hjá þeim, komið í réttar hendur. Þeir játuðu verknaðinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024