Forstjóri HSS tilnefndur til stjórnendaverðlauna
Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er í hópi rúmlega 60 stjórnenda fyrirtækja og stofnana á Íslandi sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2013.
Þrír stjórnendur verða útnefndir og verðlaunaðir af Stjórnvísi 12. mars nk. í Turninum í Kópavogi en yfir 100 tilnefningar bárust. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson mun afhenda verðlaunin og flytja ávarp.
Sigríður hefur verið forstjóri HSS í rúman áratug eða frá árinu 2002 að undanskildum tveimur árum þegar hún var verkefnastjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Malaví í Afríku. Þar á undan starfaði hún m.a. sem hjúkrunarforstjóri Borgarspítala/Sjúkrahúss Reykjavíkur og hjúkrunarframkvæmdastjóri Landsspítalans.