Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Forstjóri Century svartsýnn á framhaldið í Helguvík
Fimmtudagur 12. desember 2013 kl. 18:50

Forstjóri Century svartsýnn á framhaldið í Helguvík

Ástæðan sé sú að orkuverðið sem HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur bjóði sé óásættanlegt.

Forstjóri Century Aluminium, Michael A. Bless, er svartsýnn á áframhaldandi byggingu álvers í Helguvík að því er Viðskiptablaðið greinir frá í dag.

Í ræðu Bless á kynningarfundi með Bank of America með greiningaraðilum 10. des. sl. mátti skilja svo að hann telji litlar líkur á því að álverið rísi. Ástæðan sé sú að orkuverðið sem HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur bjóði sé óásættanlegt.

Á vef Viðskiptablaðsins er vitnað í Bless sem sagði að svona væri staðan þangað til Landsvirkjun vildi hjálpa verkefninu af stað á ný og að hann sé tilbúinn að líta á fjárfestinguna í Helguvík sem sokkinn kostnað.
Vefurinn vb.is segir að engin orka sé á lausu hjá Landsvirkjun til að selja í Helguvík og verði ekki næstu árin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024