Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

  • Forsetinn vitnaði í tvö Suðurnesjaskáld
    Söngvaskáldið Rúnar Júlíusson.
  • Forsetinn vitnaði í tvö Suðurnesjaskáld
    Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur með Tímagarðinn, nýjustu bók sína.
Þriðjudagur 2. janúar 2018 kl. 10:01

Forsetinn vitnaði í tvö Suðurnesjaskáld

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vitnaði til tveggja Suðurnesjaskálda í nýársávarpi sínu, Rúnar Júlíusson og Guðmund Brynjólfsson. 
 
Forsetinn minntist Birnu Brjánsdóttur í ávarpinu og vitnaði þar til rithöfundarins Guðmundar Brynjólfssonar frá Vatnleysuströnd sem festi þjóðarhug í eftirfarandi orð á nýliðnu ári:
 
Nú biðji sem biðja,
nú óski sem óska,
nú voni sem vona,
nú hugsi allir þá hlýju hugsun,
þá einu ósk, þá bæn og von
sem býr með smárri þjóð.
 
Forsetinn ræddi einnig náttúruna, stóriðju og stórvirkjanir. „Við sjálf og ferðamennirnir, sem flykkjast hingað, viljum njóta landsins í allri sinni dýrð – frá Bláa lóns böðum að nyrstu sjávarströnd eins og Rúnar Júlíusson söng, frá vel þekktum stöðum út í ókönnuð lönd,“ sagði Guðni í ávarpinu.
 
Og forsetinn hélt áfram að vitna í Rúnar Júlíusson: „Samfélag okkar er á fleygiferð. Sagt hefur verið að hin nýja öld sé öld borganna, öld hátækni og alþjóðavæðingar. Við hljótum að fylgja tímans þunga nið. Þjóðmenning getur samt lifað góðu lífi, blanda hins gamla og nýja, innlendur stofn margra greina sem ferskir vindar blása um héðan og þaðan.
Lagið um fólk eins og þig og fólk eins og mig er amerískt en fært í íslenskan búning og boðskapurinn sameiginlegur öllu mannkyni: „Ef dimmir í lífi mínu um hríð, eru bros þín og hlýja svo blíð.“
Já, látum fjölbreytni endilega ríkja í menningu okkar og siðum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í nýársávarpi sínu sem má lesa í heild hér
Public deli
Public deli