Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Forsetinn heimsækir Suðurnesjadeild RKÍ
Fimmtudagur 15. október 2009 kl. 09:58

Forsetinn heimsækir Suðurnesjadeild RKÍ

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, er nú á leiðinni til Suðurnesja en hann mun heimsækja Suðurnesjadeild Rauða Kross Íslands nú á ellefta tímanum.

Rúnar Helgason formaður Suðurnesjadeildar og Karl Georg Magnússon fv. formaður neyðarnefndar munu taka á móti forsetanum og farið verður í heimsókn á Keflavíkurflugvöll.

Suðurnesjadeild RKÍ er meðal þeirra deilda á landinu sem eru kallaðar oftast út og er neyðarvarnarskipulag deildarinnar fyrirmynd að skipulagi Rauða kross deilda á öllu landinu. Flest útköllin snúast um sálrænan stuðning við farþega í kjölfar flugatvika á Keflavíkurflugvelli.

Mynd: Ólafur Ragnar hefur áður verið gestur Suðurnesjadeildar RKÍ. Hér er hann að opna Kompuna, markað með notaðan varning.


Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25