Forsetinn heimsækir Byrgið á miðvikudaginn
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson mun heimsækja endurhæfingarsambýli Byrgisins í Rockville á miðvikudaginn. Ákveðið hefur verið að heimsóknin hefjist kl. 11.45. f.h. með móttöku en síðan verður hádegisverður með forseta og öðrum boðsgestum, forstöðumanni, hr. Ólafi Ólafssyni lækni, starfsmönnum og vistmönnum.Eftir hádegið verður farið í skoðunarferð um svæðið. Skoðuð verður m.a. nýopnuð aðhlynningardeild og aðstaða til skólahalds, íþróttaiðkana og þjálfunar og endurhæfingarvinnu, s.s. verkstæði. Litið inn í vistarverur vistmanna, starfsmannaðstaða, skrifstofur, eldhús og mötuneyti skoðuð.
Að endingu verður safnast saman í sal þar sem fram fer kynning og umræða. Guðmundur Jónsson forstöðumaður kynnir starfsemi Byrgisins. Forsetinn ávarpar hópinn. Létt hressing verður á boðstólum. Áætlað að heimsókninni ljúki um kl. 16.00, segir í frétt frá Byrginu.
Að endingu verður safnast saman í sal þar sem fram fer kynning og umræða. Guðmundur Jónsson forstöðumaður kynnir starfsemi Byrgisins. Forsetinn ávarpar hópinn. Létt hressing verður á boðstólum. Áætlað að heimsókninni ljúki um kl. 16.00, segir í frétt frá Byrginu.