Forseti Íslands opnar Saltfisksetur í Grindavík
Formleg opnun Saltfisksetur Íslands í Grindavík er 6. september kl.14:00.
Mun hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands opna sýninguna fyrir gestum. Sýningarskálinn er 650m2 að grunnfleti og sýningarsvæði á tveimur gólfum alls 510m2. Í aðalsal hefur Björn G. Björnsson sýningarhönnuður sett upp veglega sýningu um saltfiskverkun á Íslandi. Í efri sal er sýning Gríms Karlssonar á bátalíkönum sem tengjast sögu síldveiða á Íslandi.Gerður var verksamningur milli Ístaks h/f og Saltfisksetursins um byggingu hússins. Hönnuðir hússins eru Yrki s/f arkitektar, Ásdís H. Ágústdóttir og Sólveig Berg Björnsdóttir. Litlafell ehf sá um frágang lóðar.
Sýningunni er ætlað að vera aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk, sem getur hér kynnt sér mikilvægustu atvinnugrein fyrri tíma, og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna til Grindavíkur. Þessi sýning er eina sinnar tegundar í landinu og er ætlað að efla ímynd þjóðar og segja sögu saltfiskverkunar á liðnum öldum.
Aðstæður hafa hagað því þannig að ekkert byggðasafn er staðsett í Grindavík. Saltfisksetrið kemur því stað safns og mun án efa verða miðpunktur margvíslegrar menningarstarfsemi heimamanna og að auki aðdráttarafl og upplýsingarmiðstöð fyrir ferðamenn sem sækja staðinn heim.
Mun hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands opna sýninguna fyrir gestum. Sýningarskálinn er 650m2 að grunnfleti og sýningarsvæði á tveimur gólfum alls 510m2. Í aðalsal hefur Björn G. Björnsson sýningarhönnuður sett upp veglega sýningu um saltfiskverkun á Íslandi. Í efri sal er sýning Gríms Karlssonar á bátalíkönum sem tengjast sögu síldveiða á Íslandi.Gerður var verksamningur milli Ístaks h/f og Saltfisksetursins um byggingu hússins. Hönnuðir hússins eru Yrki s/f arkitektar, Ásdís H. Ágústdóttir og Sólveig Berg Björnsdóttir. Litlafell ehf sá um frágang lóðar.
Sýningunni er ætlað að vera aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk, sem getur hér kynnt sér mikilvægustu atvinnugrein fyrri tíma, og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna til Grindavíkur. Þessi sýning er eina sinnar tegundar í landinu og er ætlað að efla ímynd þjóðar og segja sögu saltfiskverkunar á liðnum öldum.
Aðstæður hafa hagað því þannig að ekkert byggðasafn er staðsett í Grindavík. Saltfisksetrið kemur því stað safns og mun án efa verða miðpunktur margvíslegrar menningarstarfsemi heimamanna og að auki aðdráttarafl og upplýsingarmiðstöð fyrir ferðamenn sem sækja staðinn heim.