Forseti Íslands ávarpar þjóðina í kvöld
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun ávarpa þjóðina á RÚV í kvöld. Útsending á ávarpinu hefst klukkan 20.
Fyrr í dag birtist stutt ávarp frá forsetanum á vefsvæði forsetaembættisins. Þar segir:
Forseti sendir Grindvíkingum og landsmönnum öllum kveðju eftir að eldsumbrot hófust í grennd við Grindavík árla morguns:
Enn er eldgos hafið í grennd við Grindavík. Enn erum við minnt á ægimátt náttúruaflanna. Og enn vonum við það besta um leið og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja líf fólks. Þökkum fyrir hve vel gekk að rýma bæinn. Svo reynum við að verja mannvirki eftir bestu getu. Saman hugsum við Íslendingar hlýtt til Grindvíkinga og allra sem sinna almannavörnum og aðgerðum á vettvangi. Nú reynir á okkur öll.