Forseti Íslands afhjúpar útilistaverk í Vogum
Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, mun afhjúpa útilistaverk n.k. laugardag, 9. ágúst, í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Athöfnin fer fram á Eyrarkotsbakka í Vogum, skammt frá Stóru-Vogaskóla og Vogatjörn og hefst hún kl. 13:30. Þennan dag munu bæjarbúar halda sinn árlega Fjölskyldudag og verður því mikið um dýrðirí Vogum.
Listaverkið er eftir Erling Jónsson listamann og er reist sem minnisvarði um sjómennsku og útgerð frá Vogum og Vatnsleysuströnd en Vatnsleysuströndin var ein stærsta verstöð landsins á tímum árabátaútgerðar.
Heimild: www.vogar.is