Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á vit nýrra verkefna
Fimmtudagur 30. júlí 2015 kl. 10:59

Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á vit nýrra verkefna

-tekur við nýju starfi á Akureyri á haustdögum

Anna Lóa Ólafsdóttir bæjarfulltrúi Beinnar leiðar og forseti bæjarstjórnar hefur sótt um ársleyfi frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar en hún mun taka við nýju starfi sem verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Símey í haust og flytjast búferlum til Akureyrar.

Hún tilkynnti þessa ákvörðun sína á Facebook síðu sinni í dag

„Ákvörðunin er tekin bæði út frá persónulegum og vinnutengdum sjónarmiðum, í góðri sátt við alla sem að málinu koma. Tækifærið kom núna og eftir að ég skoðaði málið frá öllum hliðum, ákvað ég að breytinga væri þörf án þess að útskýra það frekar.

Ég hef sótt um árs leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi en í sveitarstjórnarlögum er slíkt leyfilegt við aðstæður sem þessar enda starf bæjarfulltrúa skilgreint sem aukastarf og því þarf að taka tillit til þess. Það kemur maður í manns stað og við hjá Beinni Leið vorum alltaf með þá sýn að sem flestir innan hópsins fengju að láta til sín taka. Nú opnast tækifæri fyrir fleiri til að koma að þeim mikilvægu málum sem bíða bæjarstjórnarinnar.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Anna Lóa hefur starfað í pólitíkinni í Reykjanesbæ í eitt ár og mun Kolbrún Jóna Pétursdóttir taka sæti Önnu Lóu en kosið verður um nýjan forseta bæjarstjórnar.

„Ég vona svo sannarlega að ég skilji eftir örfá spor í samfélaginu sem mér þykir orðið svo afar vænt um. Ég er þakklát Víkurfréttum fyrir að byrja á Hamingjuhorninu með mér – en hornið mun fá meiri athygli og tíma hjá mér núna.“