Forsetahjónin með afmælis- og brúðkaupsafmæliskaffi í Grindavík
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Dorrit heimsækja vinnustaði í Grindavík í dag og ræða um forsetaembættið og framtíð þjóðarinnar, lífskjör og baráttu fólksins sem og hvaðeina sem spurt verður um.
Stuðningsmenn í Grindavík halda Ólafi Ragnari og Dorrit kaffisamsæti í Salthúsinu á milli kl. 17 og 19. Tilefnið er 69 ára afmæli Ólafs og brúðkaupsafmæli þeirra hjóna. Allir eru velkomnir, segir á vef Grindavíkurbæjar.
Myndin: Ólafur og Dorrit heimsóttu Grindavík fyrir nokkrum árum og komu m.a. við í Vísi hf. Mynd af vef Grindavíkurbæjar.