Forsetafrúin ávarpaði leikskólafólk í Reykjanesbæ

Um 250 manns sóttu ráðstefnu fyrir starfsfólk í leikskólum sem haldin var sl. föstudag í Háaleitisskóla á Ásbrú, Ráðstefnan var haldin á vegum Leikur að læra. Ráðstefnan hófst með ávarpi Elizu Reid forsetafrúar.
 
Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum 2 itl 10 ára eru kenndir allir bóklegir námsþættir í gegnum leik, hreyfingu og skynjun á markvissan, faglegan og árangursríkan hátt. Grunnstoðir kennslu- og hugmyndafræði Leikur að læra eru leikur, hreyfing og foreldrasamstarf.