Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Forsætisráðherra mætir á opinn fund í Reykjanesbæ á mánudag
Laugardagur 18. mars 2006 kl. 14:08

Forsætisráðherra mætir á opinn fund í Reykjanesbæ á mánudag

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra mun mæta á opinn fund í Reykjanesbæ á mánudagskvöld og ræða áhrif brotthvarfs varnarliðsins á atvinnulífið á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framsóknarflokknum.

Fundurinn verður haldinn í kosningamiðstöð A-listans í Reykjanesbæ að Hafnargötu 62 mánudagskvöldið 20. mars kl. 20. Fundarstjóri verður Eysteinn Jónsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjanesbæ, sem skipar jafnframt 2. sætið í framboði A-listans til sveitarstjórnarkosninga í vor. A-listinn er sameiginlegt framboð Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og óflokksbundinna í Reykjanesbæ.

Fundurinn með forsætisráðherra er öllum opinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024