Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Forsætisráðherra kynnir sér starfsemi á Keflavíkurflugvelli
Mánudagur 9. júní 2008 kl. 18:13

Forsætisráðherra kynnir sér starfsemi á Keflavíkurflugvelli



Geir H. Haarde, forsætisráðherra, kom í heimsókn á Keflavíkurflugvöll í dag þar sem hann kynnti sér starf Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar og Keilis. Auk þess leit hann við hjá frönsku flugsveitinni sem hefur verið hér við æfingar og sinnt lofthelgisvörnum síðustu vikur.
 
Í morgun reyndi einmitt á sveitina þegar hún var send í veg fyrir tvær rússneskar flugvélar sem komu inn í lofthelgina.

Geir sagði í viðtali við Víkurfréttir að sú aðgerð hafi gengið vel. „Aðalatriðið er hins vegar það að hér er verið að byggja upp þekkingu og reynslu sem mun þjóna öllu Atlantshafsbandalaginu því að öryggi einnar þjóðar skiptir máli fyrir öryggi allra hinna.“
 
Aðspurður hvort Frakkarnir væru nú komnir í stað Kanans sagði Geir að ekki væri beint hægt að segja það. „En þetta loftrýmiseftirlit sem NATO hefur tekið að sér er að okkar dómi mjög mikilvægt og framhald af þeirri starfsemi sem Bandaríkjamenn voru hér með, en það sýnir það jafnframt að það er mat bandalagsins að það er full ástæða til að halda úti slíku eftirliti og að engin ein þjóð sé utan við slíkt.“
 
Geir sagði að lokum að Frökkunum hafi líkað svo vel hér á landi að ákveðið hafi verið að framlengja dvöl þeirra um eina viku.

 
VF-myndir/pket
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024