Forsætisráðherra fundaði með Grindvíkingum
Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir kom til Grindavíkur á mánudaginn og fundaði m.a. með stjórnendum Grindavíkurbæjar, fulltrúum veitufyrirtækjanna, Almannavörnum, viðbragðsaðilum, lögreglustjóranum á Suðurnesjum ásamt öllum bæjarstjórum á svæðinu. Farið var yfir stöðuna og þær aðgerðaráætlanir sem unnið er eftir komi til eldgoss. Vefur Grindavíkurbæjar greinir frá.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri sagði fundinn hafa verið mjög góðan og gagnlegan. Farið hafi verið vandlega yfir stöðuna með forsvarsmönnum veitufyrirtækjanna og viðbragðsaðilum og að Katrín tæki málefni fundarins upp hjá ríkisstjórninni.
Á meðfylgjandi myndum má m.a. sjá frá vinstri Magnús Stefánsson, bæjarstjóra Suðurnesjabæjar, Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóra í Vogum, Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, Dagný Jónsdóttur, aðstoaðarmanneskju ríkisstjórnar um samhæfingu mála, Bryndís Hlöðvarsdóttur ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu og Fannar Jónasson, bæjarstjóra Grindavíkurbæjar.
Þá voru einnig viðstaddir fundinn
• Víðir Reynissson, sviðsstjóri Almannavara
• Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Grindavíkur
• Sólberg Svanur Bjarnason deildarstjóri Almannavarna
• Páll Erland, forstjóri HS veitna
• Kristinn Hrafnsson framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku
• Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum
• Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs hjá Grindavíkurbæ
• Otti Sigmarsson, formaður Landsbjargar
• Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar