Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fornleifarannsóknir við aldamótabæ í Höfnum frá árinu 900
Fimmtudagur 29. janúar 2009 kl. 13:17

Fornleifarannsóknir við aldamótabæ í Höfnum frá árinu 900

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fornleifarannsóknir hefjast í Höfnum í vor Fornleifarannsóknir við landnámsbæinn í Höfnum munu hefjast í vor en menningarráð Reykjanesbæjar ákvað á fundi sínum nýverið að ganga til samninga við Bjarna F. Einarsson fornleifafræðing og forstöðumann Fornleifastofunnar um uppgröft og úrvinnslu gagna. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar í dag.

Byggðasafn Reykjanesbæjar og Fornleifastofan fengu styrk til verkefnisins frá Menningarsjóði Suðurnesja og hefur verið samið við Háskóla Íslands um að rannsóknin verði nýtt til verklegrarar kennslu í fornleifafræði.

Í tengslum við verkefnið verða skipulagðar heimsóknir 11 ára grunnskólanema í Reykjanesbæ á svæðið sem geta fylgst með framkvæmdinni.

Lansnámsskálinn fannst við Kirkjuvogskirkju árið 2003 þegar unnið var að fornleifaskráningu í bæjarlandinu en þeirri skráningu er nú lokið. Þegar  prufuholur voru gerðar kom í ljós að skálinn gæti ekki verið yngri en frá aldamótunum 900 sem setur hann í flokk meðal elstu byggðarleifa á Íslandi. Jarðvegsmæling á öllu svæðinu sýndi svo fleiri rústir og þykir það sérstaklega áhugavert þar sem ekki hefur verið byggt ofan á rústirnar eins og venja hefur verið.

Talið er að íbúarnir hafi búið á staðnum í nokkra áratugi en síðan flutt í burt eða flutt bæjarstæðið til.