Formaður VS: Heyrði af boði Varnarliðsins
Blaðafulltrúi Varnarliðsins hefur neitað að yfirmenn Varnarliðsins hafi viljað bjóða þeim 90 starfsmönnum sem sagt var upp störfum á dögunum að hætta strax og að þeim yrðu greidd laun út uppsagnartímann. Í yfirlýsingu frá Varnarliðinu sem barst í morgun segir að frétt Víkurfrétta um málið sé ósönn. Víkurfréttir standa hins vegar við fréttina.
Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja segist hafa heyrt af þessu boði yfirmanna Varnarliðsins frá aðilum sem hann treystir. „Ég hef þetta eftir fólki sem ég treysti og ég hef enga ástæðu til þess að ætla að þetta fólk sé að segja ósatt. En ég hef ekkert skriflegt um að þetta hafi verið boðið,“ sagði Guðbrandur í samtali við Víkurfréttir.
Einn heimildarmanna Víkurfrétta sem er háttsettur starfsmaður innan Varnarliðsins segir að deildarstjórar ýmissa deilda hafi lýst yfir áhyggjum sínum um að þeim sem sagt var upp störfum myndu starfa út uppsagnartímann. „Auðvitað er mikil reiði hjá því starfsfólki sem sagt var upp störfum og deildarstjórar höfðu áhyggjur af því að þessir starfsmenn myndu taka gögn eða hefna sín með einhverjum hætti vegna uppsagnanna,“ segir heimildarmaður Víkurfrétta.
Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja segist hafa heyrt af þessu boði yfirmanna Varnarliðsins frá aðilum sem hann treystir. „Ég hef þetta eftir fólki sem ég treysti og ég hef enga ástæðu til þess að ætla að þetta fólk sé að segja ósatt. En ég hef ekkert skriflegt um að þetta hafi verið boðið,“ sagði Guðbrandur í samtali við Víkurfréttir.
Einn heimildarmanna Víkurfrétta sem er háttsettur starfsmaður innan Varnarliðsins segir að deildarstjórar ýmissa deilda hafi lýst yfir áhyggjum sínum um að þeim sem sagt var upp störfum myndu starfa út uppsagnartímann. „Auðvitað er mikil reiði hjá því starfsfólki sem sagt var upp störfum og deildarstjórar höfðu áhyggjur af því að þessir starfsmenn myndu taka gögn eða hefna sín með einhverjum hætti vegna uppsagnanna,“ segir heimildarmaður Víkurfrétta.