Formaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurnesjum í dag
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins heldur opna fundi um allt land næstu daga ásamt varaformanni, Ólöfu Nordal.
Í dag verða þau kl. 17.30 í Salthúsinu í Grindavík og kl. 20 í Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 15 í Reykjanesbæ.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eru einnig á ferð og flugi þessa viku að heimsækja vinnustaði og fundi með íbúum og sveitarstjórnarmönnum.
Frekari upplýsingar á www.xd.is.