ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Formaður segir af sér
Miðvikudagur 4. júní 2008 kl. 12:06

Formaður segir af sér

Formaður skipulags- og bygginganefndar sveitarfélagsins Voga hefur sagt af sér. Þetta kom fram á bæjarráðsfundi nú fyrir helgi. Gjörðir formannsins höfðu síðan í febrúar sætt harðri gagnrýni H-listans en honum var legið á hálsi fyrir að hafa farið á sveig við lög með því að byggja á lóð þar sem eignarhald var óljóst.

Í febrúar síðastliðnum kröfðust bæjarfulltrúar H-listans þess að formaður skipulags- og bygginganefnar viki sæti á meðan unnið væri í málinu. Þá lá fyrir greinargerð byggingafulltrúa ásamt höfnun bygginganefndar á stöðuleyfi fyrir umrædda lóð þar sem eignarhald á henni var óljóst. Í bókun H-listans sagði að eins og byggingareglugerð mælti fyrir um bæri að sækja um leyfi fyrir öllum þeim framkvæmdum sem sett gætu varanlega ásýnd á landið. Það sem framkvæmt hefði verið á lóðinni án leyfis bæri að fjarlægja.

Það var síðan á bæjarstjórnarfundi í byrjun maí sem fulltrúar H-listans óskuðu eftir viðbrögðum frá bæjarfulltrúum meirihlutans og ítrekuðu fyrri bókanir þess efnis að formaður nefndarinnar bæri að víkja.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Sú hefur orðið raunin eins og áður segir. Bæjarráð þakkar formanninum fyrir vel unnin störf í þágu samfélagsins, segir í fundargerð.

Mynd/OK: Horft yfir Voga.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25