Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Forkaupsréttur felldur brott samþykki hluthafar ekki samninginn
Fimmtudagur 2. júlí 2009 kl. 14:46

Forkaupsréttur felldur brott samþykki hluthafar ekki samninginn


Svo ganga megi frá endanlegum samningum Geysis Green Energy og Reykjanesbæjar um kaup og sölu á HS veitum og HS Orku, þurfa samningsaðilar annaðhvort að afla samþykkis annarra hlutfjáreigenda eða að fella brott gildandi forkaupsrétt hluthafa í kraftri sameiginlegrar hlutafjáreignar sínar. Í ákvæðum samkomulagsins er kveðið á um að önnur hvor leiðin verði farin.

Í samkomulaginu er sett skilyrði fyrir endanlegum samningum. Þar segir að aðilar séu sammála um að halda áfram vinnu við gerð endanlegra samninga. Svo ganga megi frá endanlegum samningum verði að uppfylla annað þessara tveggja skilyrða.

Í fyrra skilyrðinu segir að afla verði samþykkis annarra hlutfjáreigenda HS Veitna og HS Orku fyrir kaupum og sölu Reykjanesbæjar og GGE á hlutum í félögunum sem og á hluta þeirra hluta sem GGE eignast í HS Orku til aðila sem GGE tilnefnir, með loforði um að þeir muni ekki beita forkaupsrétti sínum samkvæmt samþykktum HS Orku og HS Veitna.

Hitt skilyrðið kveður á um að fella brott gildandi forkaupsrétt hluthafa, sem er að finna í samþykktum HS Orku og HS Veitna, í krafti þeirrar meirihlutaeignar sem GGE og Reykjanesbær eiga í félögunum.

Í samningnum er einnig kveðið á um að Reykjanesbær muni „beita kröftum sínum til að aðstoða GGE og aðila sem GGE hyggst tilefna, við annaðhvort bein kaup á eignarhluta í HS Orku eða við að afla kaupréttar á viðbótar hlutum í HS Orku, frá öðrum hluthöfum í HS Orku en þeim sem eru aðilar þessa samkomulags,“ eins og það er orðað í samkomulaginu.

Á meðfylgjandi töflu má sjá eignaskiptinguna í HS Orku eins og hún birtist á heimasíðu félagsins. Hlutfallið skiptist nákvæmlega eins í HS Veitum.  Eins og fram hefur komið í fréttum gætu GGE og kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy eignast nær allt hlutafé í HS Orku, kaupi síðarnefnda fyrirtækið hlut OR og Hafnarfjarðarbæjar.



---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðrar tengdar greinar á vf.is :

Sjálfstæðismenn samþykktu kaupsamninginn

Ugla mótmælir sölu Reykjanesbæjar á HS Orku til Geysis Green Energy

Kanadískt jarðvarmafyrirtæki og GGE gætu eignast allt hlutafé HS Orku

Grindvíkingar geta keypt Svartsengi af Reykjanesbæ

Lögfræðingur Grindavíkurbæjar og ráðgjafar fari yfir kaupsamning

Undrast samingsdrög um landakaup Reykjanesbæjar í lögsögu Grindavíkur

Reykjanesbær eignast jarðhitaréttindi

Reykjanesbær selur HS Orku til Geysis Green Energy