Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Foreldrar vilja löng helgarleyfi í stað viku
Miðvikudagur 12. mars 2003 kl. 19:25

Foreldrar vilja löng helgarleyfi í stað viku

Niðurstaða skoðanakönnunar um vetrarleyfi í grunnskólum Reykjanesbæjar er sú að foreldrar kjósa frekar löng helgarleyfi í stað vikuleyfis. Skoðanakönnunin var gerð í febrúar sl. af Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar að beiðni foreldraráða og foreldrafélaga grunnskólanna sem vildu kanna hug foreldra til vetrarleyfa áður en skóladagatöl grunnskóla fyrir skólaárið 2003 - 4 verða samþykkt.Alls voru 65% foreldra hlynntir langri helgi í lok október og/eða febrúar en einungis 28% voru hlynntir vikulöngu vetrarfríi í lok október.
Spurt var hvort foreldrar þyrftu sérstök úrræði í skólanum í vetrarleyfi og vekur það athygli að mikill meirihluti telur sig ekki þurfa slíkt. Þó er munur á svörum hjá foreldrum yngri og eldri barna.
Þátttaka í könnuninni var ágæt eða 61% og gafst foreldrum tækifæri á að koma á framfæri athugasemdum. Alls sögðust 137 vilja lengra sumarleyfi í stað vetrarleyfis, 30 sögðu vetrarleyfi stangast á við vinnumarkaðinn og 20 sögðu að allir skólar þyrftu að fara í frí á sama tíma þ.m.t. tónlistarskólinn.
Könnunin var send til foreldra elstu barna í leikskólum og í 1. - 9. bekk í grunnskólum.

Frétt af vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024