Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Foreldrar tilkynni til skóla þegar börn eru í smitgát
Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, sendi foreldrum og forráðamönnum góða áminningu í morgunsárið.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 15. nóvember 2021 kl. 09:29

Foreldrar tilkynni til skóla þegar börn eru í smitgát

„Við erum að verða vör við það að börn eru í skólanum sem eru í smitgát án þess að foreldrar láti okkur vita. Það er alls ekki nógu gott enda eru skólar fjölmennir staðir þar sem fólk með undirliggjandi sjúkdóma er að vinna,“ skrifar Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, í skeyti til foreldra og forráðamanna barna í skólanum í morgun.

Þar segir einnig að mörg börn ráða einnig ekki við þær reglur sem gilda í smitgát og því eru foreldrar hvattir til að halda þeim heima í þessa örfáu daga sem smitgát varir. Börn í smitgát eiga t.d. að halda sig í 1m fjarlægð frá öðrum og geta ekki tekið þátt í leikjum barna á skólalóð s.s. fótbolta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Bréf skólastjórans er hér að neðan:

Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í Háaleitisskóla.

Nú þegar smitum er að fjölga í samfélaginu þá minnum við alla á að huga vel að persónulegum sóttvörnum. Yfirvöld eru að senda börn og fullorðna í smitgát og við minnum á þær reglur sem gilda þegar aðilar eru í smitgát. Sjá hér að neðan:

Við erum að verða vör við það að börn eru í skólanum sem eru í smitgát án þess að foreldrar láti okkur vita. Það er alls ekki nógu gott enda eru skólar fjölmennir staðir þar sem fólk með undirliggjandi sjúkdóma er að vinna.

Mörg börn ráða einnig ekki við þær reglur sem gilda í smitgát og því hvetjum við foreldra til að halda þeim heima í þessa örfáu daga sem smitgát varir. Börn í smitgát eiga t.d. að halda sig í 1m fjarlægð frá öðrum og geta ekki tekið þátt í leikjum barna á skólalóð s.s. fótbolta.

Í smitgát er æskilegt að:
* Gæta vel að persónubundnum sóttvörnum. 1m regla, grímunotkun, handþvottur og spritt.
* Forðast mannmarga staði að óþörfu og sleppa fjölmennum viðburðum.
* Vera vakandi fyrir einkennum og fara í PCR próf ef þeirra verður vart.
* Láta vita á vinnustað eða skóla að maður sé í smitgát.

Í smitgát er ekki æskilegt:
*Að umgangast viðkvæma einstaklinga, þar á meðal eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
*Að dvelja að óþörfu á mannmörgum stöðum eða sækja fjölmenna viðburði.

Athugið, Nemendur sem eru í smitgát eiga ekki mæta í skóla nema neikvæð niðurstaða liggi fyrir úr fyrra hraðprófi!

MUNIÐ: Ef nemendur eru með einkenni vinsamlega sendið þau ekki í skólann nema að þau hafi farið í sýnatöku og fengið neikvæða niðurstöðu.

Friðþjófur Helgi Karlsson,
skólastjóri.