Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Foreldrar taka börn úr dagvistun vegna kreppunnar
Fimmtudagur 12. mars 2009 kl. 12:48

Foreldrar taka börn úr dagvistun vegna kreppunnar


Eftirspurn eftir dagvistun barna hefur minnkað í Reykjanesbæ samhliða auknu atvinnuleysi í kjölfar bankahrunsins í haust. Atvinnulausir foreldrar kjósa fremur að hafa börnin heima vegna kostnaðar.  Dagforeldrum hefur að þessum sökum fækkað um fimm frá október fram í febrúar. Einnig hafa foreldrar í einhverjum tilvikum tekið börn sín af leikskólum. Þá hefur ásókn í frístundaskólann minnkað talsvert.

Sérstakur vinnuhópur fylgist með stöðu mála og tekur saman upplýsingar mánaðarlega. Í síðustu skýrslu hópsins kemur m.a. fram að dagforeldrum hafi fækkað úr 30 í 25 vegna minnkandi eftirspurnar.  Þetta kom fram í máli Árna Sigfússonar, bæjarstjóra, á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ.
Árni sagði fækkun hafa orðið í Frístundaskólanum. Foreldrar væru ekki að nýta sér þessa þjónustu eins og þeir gerðu áður vegnar skertar þjónustu og hærra verðs.

Í máli Árna kom fram að vinnuhópurinn reyndi m.a. að fylgjast með líðan barna í grunnskólum við núverandi ástand í þjóðfélaginu. Ekki væri að sjá áberandi breytingar í þá veru. Komið hefðu upp einstaka tilvik í einstökum skólum en ekki svo að fagmenn teldu ástandið hafa almennt áhrif á líðan barna.
Árni kom einnig inn á íþróttaiðkun barna í bæjarfélaginu en samkvæmt upplýsingum frá forsvarsmönnum íþróttafélaganna væri ekki að merka brottfall úr íþróttum, a.m.k. ekki í yngstu aldurshópunum.

Árni gat þess að fjárhagsstoð í bæjarfélaginu hefði tvöfaldast á tímabilinu. Þá hafa húsaleigubætur fjórfaldast á sama tíma.
----

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/Hilmar Bragi -  Til að mæta breyttum aðstæðum foreldra sem kjósa að taka börn sín úr dagvistun hefur bæjarfélagið m.a. opnað nýjan innileikjagarð á Vallarheiði.