Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Foreldrar ósáttir við framgöngu kennara
Mánudagur 15. nóvember 2004 kl. 15:38

Foreldrar ósáttir við framgöngu kennara

„Mér finnst að með þessum aðgerðum í dag sé algjörlega verið að brjóta á rétti barnanna okkar um skólagöngu,“ segir Guðrún Karítas Garðarsdóttir foreldri í Reykjanesbæ. Að sögn Guðrúnar hefur hún heyrt í nokkrum foreldrum í dag og hún segir að það ríki mikil reiði meðal foreldra.

„Þeir foreldrar sem ég hef heyrt í eru mjög ósáttir við þessar aðgerðir enda er klárlega verið að brjóta á rétti barnanna. Börnin hafa ekki mætt í skólann í 7 vikur og voru eðlilega farin að hlakka til skólastarfsins,“ segir Guðrún en dætur hennar voru sendar heim í morgun. „Þær hlökkuðu mikið til og þegar í ljós kom í morgun að kennarar mættu ekki til vinnu sinnar þá urðu þær mjög svekktar. Það er búið að hringla svo mikið með krakkana og það er ekki gott. Hvaða skilaboð eru það sem kennarar eru að senda börnunum þegar þeir brjóta lög eins og þeir gera í dag?“

Guðrún segist finna fyrir því að samúð foreldra með kennurum sé að mestu leyti horfin. „Maður hafði samúð með kennurum í byrjun enda er starf kennara eitt það mikilvægasta í samfélaginu. Samúðin hvarf hinsvegar algjörlega í morgun með þessum aðgerðum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024