Foreldrar fá umönnunargreiðslur frá Reykjanesbæ
Reykjanesbær mun frá og með 1. október 2006 hefja umönnunargreiðslur til foreldra á íbúavefnum mittreykjanes.is. Þetta kemur fram í frétt frá Reykjanesbæ.
Tilgangurinn með umönnunargreiðslunum er að styðja við foreldra sem leggja áherslu á að vera með börnum sínum eftir að fæðingarorlofi lýkur. Á sama hátt er stutt við gott starf dagforeldra í bæjarfélaginu.
Greiddar verða kr. 30.000 mánaðarlega til foreldra sem lokið hafa töku fæðingarorlofs og sækja þeir greiðslurnar rafrænt á Mitt Reykjanes. Velji foreldrar að setja barn í vistun hjá dagforeldri er hægt að velja að láta styrkinn renna til niðurgreiðslu á gjaldi hans. Greiðslurnar falla niður um leið og barnið fær úthlutað leikskólaplássi en kjósi foreldrar að sinna barninu lengur á eigin vegum er sótt um það sérstaklega.
Til þess að virkja þennan rétt þurfa foreldrar að sækja kynningu á vegum Reykjanesbæjar þar sem fjallað verður um grundvallaratriði í uppeldi barna.
Markmið kynninganna, sem gert er ráð fyrir að taki tvær kvöldstundir, er að foreldrar þekki skyldur sínar í uppeldishlutverkinu, grundvallaratriði í þroska barna sinna og þá þjónustu sem býðst foreldrum í Reykjanesbæ.
Reykjanesbær tók Mitt Reykjanes sem er rafrænn íbúavefur í notkun 10. maí sl. og eru umönnunargreiðslurnar liður í frekari rafrænni þjónustu bæjarfélagsins. Á næsta ári hefjast jafnframt greiðslur svokallaðra hvatapeninga fyrir 6 - 18 ára á Mitt Reykjanes en þar geta foreldrar ráðstafað 7.000 króna styrk frá bænum til íþrótta- og tómstundastarfs að eigin vali.
Tilgangurinn með umönnunargreiðslunum er að styðja við foreldra sem leggja áherslu á að vera með börnum sínum eftir að fæðingarorlofi lýkur. Á sama hátt er stutt við gott starf dagforeldra í bæjarfélaginu.
Greiddar verða kr. 30.000 mánaðarlega til foreldra sem lokið hafa töku fæðingarorlofs og sækja þeir greiðslurnar rafrænt á Mitt Reykjanes. Velji foreldrar að setja barn í vistun hjá dagforeldri er hægt að velja að láta styrkinn renna til niðurgreiðslu á gjaldi hans. Greiðslurnar falla niður um leið og barnið fær úthlutað leikskólaplássi en kjósi foreldrar að sinna barninu lengur á eigin vegum er sótt um það sérstaklega.
Til þess að virkja þennan rétt þurfa foreldrar að sækja kynningu á vegum Reykjanesbæjar þar sem fjallað verður um grundvallaratriði í uppeldi barna.
Markmið kynninganna, sem gert er ráð fyrir að taki tvær kvöldstundir, er að foreldrar þekki skyldur sínar í uppeldishlutverkinu, grundvallaratriði í þroska barna sinna og þá þjónustu sem býðst foreldrum í Reykjanesbæ.
Reykjanesbær tók Mitt Reykjanes sem er rafrænn íbúavefur í notkun 10. maí sl. og eru umönnunargreiðslurnar liður í frekari rafrænni þjónustu bæjarfélagsins. Á næsta ári hefjast jafnframt greiðslur svokallaðra hvatapeninga fyrir 6 - 18 ára á Mitt Reykjanes en þar geta foreldrar ráðstafað 7.000 króna styrk frá bænum til íþrótta- og tómstundastarfs að eigin vali.