Foreldrar borga sektir ungra ökuþóra
Jón Eysteinsson, fráfarandi sýslumaður í Keflavík, telur að gera eigi meira af því að svipta fólk ökuréttindum þegar það verður uppvíst að glannakstri. Það sé áhrifameira heldur en beiting sekta, því mörgum virðist vera sama um þær, auk þess sem sumir hinna ungu ökumanna eigi foreldra sem borga sektirnar fyrir þá.
Þetta kemur fram í viðtali við Jón Eysteinsson, sem birt verður í Víkurfréttum á morgun en þar er m.a. komið inn á umferðarmálinsem hafa mikið verið í umræðunni síðan í sumar.
„Mönnum virðist hreinlega vera sama um sektirnar. Ég tel að fólk finni miklu frekar fyrir því að missa prófið heldur en að borga sekt. Sektirnar þyrftu þá að vera þess mun hærri til að þær ættu að virka. Þær geta verið all lengi að innheimtast og hitt hefur maður líka séð að sumir eiga foreldra sem hika ekki við að greiða sektirnar fyrir þá. Við höfum lent því því að foreldrar koma og hundskammast yfir því að við skulum vera að skipta okkur af börnunum þeirra. Sem eru þó að stefna sjálfum sér og öðrum í stórhættu með áhættusamri hegðun í umferðinni. Þá fáum við gjarnan að heyra að þessi eða hinn hagi sér miklu verr og það væri nú nær að við skiptum okkur af þeim.
Sem betur fer heyrir þetta til undantekninga en er því miður til staðar. Slík afneitun er auðvitað ekki til þess fallin að áróður um bætta umferðarmenningu nái eyrum fólks. Einnig má deila um það hversu góðar uppeldisaðferðir þetta eru,” segir Jón í viðtalinu sem birt verður á morgun.
Þetta kemur fram í viðtali við Jón Eysteinsson, sem birt verður í Víkurfréttum á morgun en þar er m.a. komið inn á umferðarmálinsem hafa mikið verið í umræðunni síðan í sumar.
„Mönnum virðist hreinlega vera sama um sektirnar. Ég tel að fólk finni miklu frekar fyrir því að missa prófið heldur en að borga sekt. Sektirnar þyrftu þá að vera þess mun hærri til að þær ættu að virka. Þær geta verið all lengi að innheimtast og hitt hefur maður líka séð að sumir eiga foreldra sem hika ekki við að greiða sektirnar fyrir þá. Við höfum lent því því að foreldrar koma og hundskammast yfir því að við skulum vera að skipta okkur af börnunum þeirra. Sem eru þó að stefna sjálfum sér og öðrum í stórhættu með áhættusamri hegðun í umferðinni. Þá fáum við gjarnan að heyra að þessi eða hinn hagi sér miklu verr og það væri nú nær að við skiptum okkur af þeim.
Sem betur fer heyrir þetta til undantekninga en er því miður til staðar. Slík afneitun er auðvitað ekki til þess fallin að áróður um bætta umferðarmenningu nái eyrum fólks. Einnig má deila um það hversu góðar uppeldisaðferðir þetta eru,” segir Jón í viðtalinu sem birt verður á morgun.