Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Foreldrar ánægðir með þjónustu grunnskóla Reykjanesbæjar
Föstudagur 17. janúar 2014 kl. 09:27

Foreldrar ánægðir með þjónustu grunnskóla Reykjanesbæjar

Samkvæmt Skólavoginni 2013, sem skilar  m.a. árlegum samanburði á viðhorfi foreldra til grunnskólastarfs í  yfir 30 sveitarfélögum, reyndist Reykjanesbær vera í efstu sætum í mati foreldra með þjónustuþætti grunnskólanna.

Að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar fræðslustjóra, í tilkynningu frá Reykjanesbæ, er greinilegt að íbúum hugnast vel þær áherslur sem lagðar hafa verið í skólamálum.

Skólavogin er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga.

Niðurstaða mælinga skólavogarinnar fyrir starfsárið 2012-2013 sýnir að Reykjanesbær er í 6. sæti af sveitarfélögunum 30 með ánægju foreldra með samskipti starfsfólks við nemendur. Þá er bærinn einnig í 6. sæti sveitarfélaganna varðandi ánægju foreldra með aðstöðu í grunnskólunum.

Reykjanesbær er í 4. sæti hvað varðar áhrif foreldra á ákvarðanir varðandi nemendur og þátttöku foreldra í gerð námsáætlunar, í 2. sæti með mat foreldra á hraðri úrvinnslu skólans á eineltismálum og 3. sæti með mat foreldra á hæfilegum aga í skólanum.

Útgjöld til skólamála 2014 nema um 4,5 milljörðum kr. eða um 52% af heildarútgjöldum bæjarsjóðs Reykjanesbæjar. Þau eru langstærsti þjónustuliður bæjarfélagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024