Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Foreldrar á Facebook og með lokuð augu í umferðinni
  • Foreldrar á Facebook og með lokuð augu í umferðinni
Föstudagur 27. október 2017 kl. 14:01

Foreldrar á Facebook og með lokuð augu í umferðinni

- leikskólabörn á „trúnó“ við Lúlla löggubangsa

Í dag er bangsa- og náttfatadagur á leikskólum og grunnskólum í Reykjanesbæ. Lúlli löggubangsi frétti af þessu og heimtaði að fá að taka leikskólarúnt og athuga hvort hann myndi ekki hitta einhvern frænda sinn. Frá þessu er greint á fésbókarsíðu lögreglunnar á Suðurnesjum.
 
„Við kíktum á leikskólann Holt í Njarðvík og hittum helling af hressum krökkum og böngsum. Við fengum nú líka að heyra það að mömmur og pabbar eru ekki alltaf að fara eftir reglunum. Sumir eru að tala í síma, sumir á Facebook og jafnvel að aka með lokuð augu og engar hendur og ýmislegt annað sem við förum ekkert útí hér,“ segir í pistli sem Lúlli og löggurnar skrifuðu á fésbókarsíðuna.


 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024