Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Foreldramorgnar í Bókasafni Reykjanesbæjar
Sunnudagur 27. mars 2016 kl. 08:00

Foreldramorgnar í Bókasafni Reykjanesbæjar

Þriðjudaginn 29. mars hefjast foreldramorgnar í Bókasafni Reykjanesbæjar.

Foreldramorgnarnir hefjast klukkan 10.00 og verða til klukkan 11.30. Aðstaða verður á neðri hæð safnsins í vinnuherbergi sem kallað er Búrið.

Stefnt er að því að hafa fræðslu einu sinni í mánuði fyrir foreldra ungra barna, t.d. uppeldi, máltöku, hollt mataræði og margt fleira.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir talmeinafræðingur verður fyrsti gesturinn okkar. Hún mun spjalla um máltöku, málörvun og málþroska barna við foreldra.

Foreldrar og börn hjartanlega velkomin, segir í tilkynningu frá bókasafninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024