FORD FIESTA Í FYRSTA VINNING
Sala á happdrættismiðum í árlegu happdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur er hafin og að venju er bifreið í fyrsta vinning.Heppnasti Suðurnesjamaðurinn á Þorláksmessu mun fá Ford Fiesta Ambiente 4ra dyra bifreið að verðmæti 1.160 þús. kr. Í 2.-5. vinning eru United fjórtán tommu sjónvarpstæki að verðmæti 14.900 kr. hvert og í 6.-10. vinning eru United ferðaútvörp með geislaspilara að verðmæti 7.900 kr. hvert. Heildarverðmæti vinninga er kr. 1.259.100. Aðeins verður dregið úr seldum miða og að venju rennur allur ágóði af happdrættinu til líknarmála. Verð hvers miða er kr. 1500.