Fór úr axlarlið í æfingu á sjó
Ungur maður fór úr axlarlið þegar hann var við æfingar á sjó í Grindavíkurhöfn um helgina. Hann var á Landsmóti unglingadeila Landsbjargar og var að æfa sig í að fara milli báta þegar óhappið varð.
Hann datt og lenti á hendinni með þeim afleiðingum að öxlin fór úr lið. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.