Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fór ránshendi um Reykjanesbæ
Mánudagur 22. maí 2017 kl. 10:33

Fór ránshendi um Reykjanesbæ

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina karlmann á þrítugsaldri sem farið hafði ránshendi um Reykjanesbæ. Hann játaði að hafa farið inn í bílskúr þar sem hann stal  rafmagnsvespu, fræsitönnum, PD fjarstýringu, mótorhjólahjálmi  og fleiru. Þaðan lá leiðin í Tölvulistann þar sem hann stal fartölvu. Enn hélt maðurinn áfram og nú á Dominos þar sem hann stal úlpu, bakpoka og lyklum af bifreið. Hann fann svo út hvar bifreiðin, sem lyklarnir gengu að, stóð og stal henni. Númeraplöturnar tók hann af bílnum þegar hann var kominn í Garðabæ. Hann stal svo númeraplötum af annarri bifreið sem hann setti á bílinn.

Maðurinn játaði brot sín hjá lögreglu. Við öryggisleit á lögreglustöð reyndist hann vera með meint kannabis í vörslum sínum. Einnig ætlað fíkniefni og talsverða fjármuni í öðrum sokk sínum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024