Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fór ótroðnar slóðir á Hafnargötunni
Laugardagur 18. desember 2010 kl. 17:55

Fór ótroðnar slóðir á Hafnargötunni

Ökumaður þessa smábíls fór ótroðnar slóðir og réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á ferð sinni um Hafnargötuna í Keflavík nú síðdegis. Á móts við kirkju hvítasunnumanna endaði hins vegar ferðalagið á slóðum sem flestir láta eiga sig, uppi í stórgrýttum garði sem skilur að akreinar á Hafnargötunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögregla og slökkvilið voru kölluð til ásamt dráttarbíl, enda smábíllinn óköufær eftir torfæruaksturinn. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru á vettvangi atburðarins síðdegis, þá er smábíllinn kominn lengra en margir jeppaeigendur geta látið sig dreyma um.