Fór með handlegg í flökunarvél
Laust fyrir hádegi í dag var tilkynnt um vinnuslys í Garði hjá Fiskverkun HP. Þar hafði starfsmaður lent með vinstri handlegg í flökunarvél og var hann fluttur með sjúkrabifreið á HSS. Hann mun þó ekki vera alvarlega meiddur en var með nokkra skurði á handleggnum.
Skömmu síðar barst lögreglunni tilkynning um að drengur hefði meiðst í fótbolta á gervigrasvelli við Stóru-Vogaskóla í Vogum. Meiddist drengurinn á vinstri ökkla og var hann fluttur með sjúkrabifreið á HSS.
Þá var einn ökumaður kærður í dag fyrir að tala í síma án handfrjáls búnaðar er hann starfrækti ökutæki.
Skömmu síðar barst lögreglunni tilkynning um að drengur hefði meiðst í fótbolta á gervigrasvelli við Stóru-Vogaskóla í Vogum. Meiddist drengurinn á vinstri ökkla og var hann fluttur með sjúkrabifreið á HSS.
Þá var einn ökumaður kærður í dag fyrir að tala í síma án handfrjáls búnaðar er hann starfrækti ökutæki.