Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Foo Fighters komnir á klakann
Mánudagur 4. júlí 2005 kl. 12:31

Foo Fighters komnir á klakann

Dave Grohl og félagar hans í heimsfrægu hljómsveitinni Foo Fighters lentu á Keflavíkurflugvelli í nótt. Farkostur þeirra var ekki af verri endanum, einkaþota af gerðinni Airbus 319 merkt Foo Fighters.

Þeir voru þreyttir við komuna til landsins en þeir ætla sér að eiga hér einn frídag áður en þeir spila á Reykjavik Rocks tónlistarhátíðinni. Þeir komu hingað allir með fjölskyldum sínum en þeir hafa verið að spila nánast látlaust síðustu vikur. Næsti viðkomustaður þeirra er vinabær Reykjanesbæjar, Kristiansand í Noregi.

Dave Grohl sagði „Halló Ísland“ þegar hann veifaði til ljósmyndara Víkurfrétta í nótt og sagðist glaður yfir því að vera á Íslandi.

Síðast þegar þeir heimsóttu landið þá skemmtu þeir sér konunglega í Bláa lóninu og má búast við því að fjölskylduferð Foo Fighters í lónið verði í dag.

Fyrsta mynd: Dave Grohl veifar til ljósmyndara
Önnur mynd: Einkaþota Foo Fighters
Þriðja mynd: Dave Grohl og kærastan


VF-myndir: Atli Már

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024