Fólskuleg líkamsáras
Þrír menn réðust að manni fyrir utan Hafurbjörninn í Grindavík á sunnudagskvöldið. Maður nefbrotnaði og hlaut mikla áverka í andliti. Þá var tilkynnt um tvo árekstrar með rúmum klukkutíma millibili á fimmtudag.Tilkynnt var um tvo árekstrar til lögreglunnar í Keflavík með stuttu millibili á fimmtudag í síðustu viku. Bíll sem ekið var vestur Frekjuna inn á Vallarbraut rakst á bifreið sem ekið var norður Vallarbraut klukkan rúmlega 12. Rúmum klukkutíma seinna barst tilkynning um árekstur á mótum Hafnargötu og Skólavegar. Engin slys urðu á fólki í árekstrunum.
Snemma á sunnudagsmorgun varð maður fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir utan Hafurbjörninn í Grindavík. Þrír menn réðustu að manninum sem nefbrotnaði en hann var með mikla áverka í andliti. Árásarmennirnir munu hafa sparkað ítrekað í manninn þar sem hann lá í götunni.
Snemma á sunnudagsmorgun varð maður fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir utan Hafurbjörninn í Grindavík. Þrír menn réðustu að manninum sem nefbrotnaði en hann var með mikla áverka í andliti. Árásarmennirnir munu hafa sparkað ítrekað í manninn þar sem hann lá í götunni.