Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fólksfækkun á Suðurnesjum
Miðvikudagur 13. október 2004 kl. 11:10

Fólksfækkun á Suðurnesjum

Fækkað hefur um 26 manns á Suðurnesjum á tímabilinu júlí til september á þessu ári. Á tímabilinu fluttu 469 manns til Suðurnesja en 495 fluttust frá Suðurnesjum samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.

Mesta fólksfjölgunin á þessu tímabili er í Garði en þar fjölgaði um 20 manns, mesta fólksfækkunin er í Keflavík en þar fluttu 42 í burtu. Í Höfnum ákvað einn að flytjast á braut en það fjölgaði um þrjá í strjálbýli á Suðurnesjum.

Í Grindavík fjölgaði um 16 manns en 20 fluttu frá Njarðvíkum. Sandgerðingum fjölgaði um 11 manns og í Vogum fækkaði um 13.

Tölur frá Hagstofu skipt eftir sveitarfélögum:

Grindavík, aðfluttir: 59
Grindavík, brottfluttir: 43
Og því um að ræða 16 manna fólksfjölgun í Grindavík

Garður, aðfluttir: 57
Garður, brottfluttir: 37
Og því fjölgaði Garðbúum um 20 manns.

Hafnir, Reykjanesbær, aðfluttir: 5
Hafnir, Reykjanesbær, brottfluttir: 6
Í Höfnum fluttist því einn á braut

Keflavík, Reykjanesbær, aðfluttir: 158
Keflavík, Reykjanesbær, brottfluttir: 200
Fólksfækkun var því í Keflavík um 42.

Njarðvík, Reykjanesbær, aðfluttir: 71
Njarðvík, Reykjanesbær, brottfluttir: 91
Fólksfækkun í Njarðvík hljóðar því upp á 20 manns.

Sandgerði, aðfluttir: 66
Sandgerði, brottfluttir: 55
Í Sandgerði fjölgaði um 11 manns.

Vogar Vatnsleysuströnd, aðfluttir: 42
Vogar Vatnsleysuströnd, brottfluttir: 55
Vogabúum fækkaði því um 13 manns.

Strjálbýli á Suðurnesjum, aðfluttir: 11
Strjálbýli á Suðurnesjum, brottfluttir: 8
Fjölgun um þrjá einstaklinga í Strjálbýli á Suðurnesjum

VF-myndir/ Oddgeir Karlsson: efri mynd-Reykjanesbær, neðri mynd-Vogar Vatnsleysuströnd


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024