Fólksbíll og jeppi skullu saman
Harður árekstur fólksbíls og jeppa varð nú eftir hádegið á gatnamótum Grænáss og Reykjanesbrautar. Ekki er vitað um tildrög slyssins. Annar ökumannanna var fluttur á HSS til aðhlynningar og skoðunar.
Talsvert hefur verið um umferðaróhöpp á umræddum gatnamótum. Reykjanesbær og Þróunarfélag Keflavíkur hafa vakið máls á því við Vegagerðina að þarna verði gerð mislæg gatnamót. Megin þorri þeirrar umferðar sem fylgir Vallarheiði fer þarna um.
Þykir löngu orðið tímabært að grípa til ráðstafana og bæta umferðaröryggi á svæðinu. Fulltrúar Vegagerðarinnar hafa tekið vel í þessar hugmyndir og unnið er að því að koma málinu á rekspöl.