Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 8. júní 2000 kl. 09:06

Fólksbílafjöldi við Leifsstöð - gósentíð hjá leigubílum.

Engar flugrútur ganga til eða frá Leifsstöð vegna verkfalls rútubílstjóra. Fjölmargir komu með einkabílum til Leifsstöðvar í morgun og annríki hefur verið á leigubílastöðvum.Biðröð var við gjaldskýli inn á geymslustæði fyrir fólksbíla í morgun. Það kemur síðan í ljós um miðjan dag í dag þegar miðdegisflugið kemur hvernig ástand verður í fólksflutningum frá flugstöðinni. Þá er næsta víst að slegist verður um leigubíla.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024