Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fólkið fundið heilt á húfi
Mánudagur 21. mars 2005 kl. 19:56

Fólkið fundið heilt á húfi

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, hefur fundið ungmennin þrjú, sem leitað hefur verið að á hálendinu í dag. Var fólkið heilt á húfi en það var í öðrum jeppanum. Hinn jeppinn fannst mannlaus laust fyrir klukkan 19 í kvöld. Morgunblaðið á Netinu greindi frá þessu.

Fyrri jeppinn fannst mannlaus við Kúpu vestan Kerlingafjalla hinn síðari við Búrfell á Hrunamannafrétti, samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins.

Myndin: TF-LIF á flugi við Keflavík í fyrra. Í kvöld fann áhöfn þyrlunnar þrjú ungmenni úr Keflavík á hálendinu. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024