Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fólki vísað frá heilsugæslunni
Fimmtudagur 2. janúar 2003 kl. 14:44

Fólki vísað frá heilsugæslunni

Foreldrum tveggja barna sem komu á heilsugæslu heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í dag með börn sín til skoðunar, annað ungabarn var vísað frá og þeim sagt að þeir tveir læknar sem starfa á heilsugæslunni mættu ekki taka við fleiri sjúklingum. Tveir læknar hafa starfað á heilsugæslunni síðustu vikur, en heislugæslulæknar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja létu af störfum sínum fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta er tekið á móti sjúklingum í þremur áföngum yfir daginn og segir starfsmaður í móttöku heilsugæslunnar að það sé mjög mikið að gera: „Við höfum þurft að vísa fólki frá því þessir tveir læknar hafa bara einfaldlega of mikið að gera og ná ekki að sinna þeim sjúklingum sem hingað koma. Það er einnig hjúkrunarfræðingur á vakt sem hefur tekið á móti töluvert mörgum sjúklingum en það er bara ekki nóg því biðstofan hefur verið þétt setin. Í dag höfum við þurft að vísa töluvert mörgum frá en þeir sem við þurfum að vísa frá hafa tekið því ótrúlega vel og sýnt þessu ástandi skilning. Þetta ástand er mjög erfitt fyrir starfsmenn hér á heilsugæslunni og fyrir alla íbúa Suðurnesja.“ Sigríður Snæbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sagði í samtali við Víkurfréttir að ekkert hefði gerst til lausnar deilunni yfir hátíðarnar: „Ég hef verið að ræða ýmsa hluti til lausnar deilunni sem ég ætla ekki að fara með í fjölmiðla á þessu stigi málsins. Það eru ýmis plön í gangi, en það eru bara þessir tveir læknar starfandi á heilsugæslustöðinni,“ sagði Sigríður. Aðspurð um hvað hægt væri að bjóða íbúum Suðurnesja upp á þetta ástand lengi svaraði hún: „Að sjálfsögðu sem allra styst og vissulega er þetta mikið áhyggjuefni. Ég er alveg sannfærð um að eftir svona harða deilu þar sem ágreiningur er mikill að þá er engin einföld lausn í sjónmáli. Ég er að reyna að hugsa þetta til lengri tíma og reyni að horfa til framtíðar. Ég er hrædd við skammtímalausnir og á næstu fjórum vikum býst ég við að einhver áætlun verði lögð fram til lausnar deilunni,“ sagði Sigríður í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024