Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fólk sefur á götum úti
Mánudagur 20. desember 2004 kl. 11:05

Fólk sefur á götum úti

Um klukkan 02:00 fékk Lögreglan í Reykjanesbæ tilkynningu um að ölvaður maður væri sofandi fyrir utan skemmtistað við Hafnargötu í Keflavík. Maður þessi gisti fangageymslu lögreglunnar þar sem hann var látinn sofa jólaglöggið úr sér.

Þetta er í fjórða sinn á aðventunni sem lögregla fær tilkynningu um að ölvað fólk sé sofandi á götum úti. Ekki er vitað af hverju svo margir komast ekki til síns heima eftir skemmtanahald.

Kl. 03:25 fór rafmagn af hluta Framnesvegar í Keflavík vegna bilunar í tengikassa í götunni. Greiðlega gekk að gera við bilunina.

Myndin er sviðsett - VF-myndin: Atli Már

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024