Fólk fylgist með tilkynningum í fjölmiðlum vegna óveðurs
Eins og greint var frá í gær var spáð SA-stormi nú í morgunsárið. Veðurhæðin verður allt að 25 m/s og enn hvassara í hviðum og samkvæmt upplýsingum frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi er sérstaklega varað við hvössum hviðum m.a. á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Búist er við mestu veðurhæðinni á Suðurnesjum á tímabilinu frá kl. 06-09.
Fólk er hvatt til að taka fullt tillit til veðursins. Fylgja börnum í skóla, taka tillit til vinds þegar bílhurðir eru opnaðar þar sem hætta er á að þær fjúki upp eða skelli á fólk.
Þá er fólk hvatt til að fylgjast með tilkynningum í fjölmiðlum um skólastarf því veðurhæðin getur verið þannig að hún raski skólastarfi.
Þetta kort birtir Belgingur.is og sýnir það vel veðurhæðina sem á að vera núna kl. 07