Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fnykur í loftinu og bankaskítafýla - sagði Ásmundur á þingi
Miðvikudagur 14. október 2015 kl. 20:45

Fnykur í loftinu og bankaskítafýla - sagði Ásmundur á þingi

Mér blöskrar mismunun í þjóðfélaginu og hverskyns sérhagsmunapot þar sem hundruðir milljóna eru færðir fólki á silvurfati, segir Ásmundur Friðriksson þingmaður Suðurkjördæmis á Facebook síðu sinni eftir að hafa flutt ræðu í sama tón á Alþingi í dag.

Svona hljómaði ræðan á Alþingi í dag:
„Virðulegi forseti. Það ríkir mikil reiði í samfélaginu yfir mismunun sem veður hér uppi. Við höfum horft upp á yfirstjórn Arion banka færa fámennum hópi, klíku viðskiptavina, hundruð milljóna á silfurfati.
Áður en ég settist á þing þá tók ég aldrei undir umræðu um að það væri spilling í þessum sal eða meðal þingmanna eða ráðherra og eftir að hafa setið hér í rúm tvö ár, þá er ég enn þá sannfærður um að spillingin í þjóðfélaginu á ekki rætur í þinginu og það er mikilvægt að halda því til haga. En spillingin virðist eiga rætur sínar í bönkunum og þar virðist mismunun eiga sér stað nær daglega. Það er óþolandi að slík mismunun skuli ganga í okkar litla samfélagi.

Það er algerlega óþolandi. Það er fnykur í loftinu. Það er svona bankaskítafýla í loftinu sem er algerlega óþolandi. Ég hef algeran viðbjóð á allri þeirri mismunun sem á sér hérna stað. Fangelsi landsins eru hálffull af bankamönnum nú þegar og það er örugglega pláss fyrir fleiri ef þeir ætla að halda áfram að haga sér svona í þessu þjóðfélagi. Fólkið fordæmir þetta og ég geri það líka.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024