FMS aðalfundur
Aðalfundur Fiskmarkaðs Suðurnesja hf. var haldinn 26. mars. Þar voru samþykktur ársreikningur félagsins fyrir árið 2002. Félagið var rekið með 20,1 mkr. hagnaði á árinu 2002, samanborið við 32,2 mkr. hagnað árið áður. Samstæðuársreikningur félagsins fyrir árið 2002 hefur að geyma ársreikning félagsins og dótturfélaga þess sem voru tvö í árslok, Íslandsmarkaður hf. og Mika ehf. Rekstrartekjur voru 344,6 mkr. og minnkuðu um 14,6% á milli ára. Rekstrargjöld án afskrifta voru 298 mkr. og minnkuðu um 10 % á milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir var 46,6 mkr. samanborið við 72,2 mkr. árið áður. Afskriftir voru 26,2 mkr. og höfðu minnkað um 0,8, mkr. á milli ára.
Aðalfundur félagsins var haldinn 26. mars 2003. Stjórn félagsins samþykkti greiðslu 18% arðs.
Ný stjórn félagsinns skipa: Ellert Eiríksson stjórnarformaður, Þorsteinn Erlingsson varaformaður, Einar Þ Magnússon, Bergþór Baldvinsson og Jón Stein Elíasson.
Framkvæmdastjóri er Ragnar H. Kristjánsson og skrifstofustjóri Þórður M Kjartansson.
Fiskmarkaður Suðurnesja hf. rekur starfsstöðvar á sjö stöðum á landinu, Grindavík, Sandgerði, Njarðvík, Hafnarfirði, Ísafirði, Bolungarvík og Höfn Hornarfirði.
Á síðasta ári seldi Fiskmarkaður Suðurnesja hf á þessum stöðum samtals 25.610 tonn að verðmæti 3,9 milljarðar. Meðalverð var 152,60 kr. á kg.
Stærstu hluthafar Fiskmarkaðs Suðurnesja eru :
Fiskmarkaður Íslands hf………..... 31,46%
Sparisjóður Keflavíkur. ………..... 18,31%
Bergþór Baldvinsson...................... 14,21%
Einar Þ Magnússon......................... 10,23%
Aðalfundur félagsins var haldinn 26. mars 2003. Stjórn félagsins samþykkti greiðslu 18% arðs.
Ný stjórn félagsinns skipa: Ellert Eiríksson stjórnarformaður, Þorsteinn Erlingsson varaformaður, Einar Þ Magnússon, Bergþór Baldvinsson og Jón Stein Elíasson.
Framkvæmdastjóri er Ragnar H. Kristjánsson og skrifstofustjóri Þórður M Kjartansson.
Fiskmarkaður Suðurnesja hf. rekur starfsstöðvar á sjö stöðum á landinu, Grindavík, Sandgerði, Njarðvík, Hafnarfirði, Ísafirði, Bolungarvík og Höfn Hornarfirði.
Á síðasta ári seldi Fiskmarkaður Suðurnesja hf á þessum stöðum samtals 25.610 tonn að verðmæti 3,9 milljarðar. Meðalverð var 152,60 kr. á kg.
Stærstu hluthafar Fiskmarkaðs Suðurnesja eru :
Fiskmarkaður Íslands hf………..... 31,46%
Sparisjóður Keflavíkur. ………..... 18,31%
Bergþór Baldvinsson...................... 14,21%
Einar Þ Magnússon......................... 10,23%