Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Flytur Vogastrætó 7000 á árinu?
Laugardagur 12. september 2015 kl. 12:32

Flytur Vogastrætó 7000 á árinu?

Árið 2011 var bryddað upp á þeirri nýung að koma á reglubundnum ferðum milli Voga og Reykjanesbrautar í tengslum við akstur SBK milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélagið Vogar er með 14 manna bíl við aksturinn.
 
„Þetta verkefni hefur heldur betur undið upp á sig og gengið vel. Íbúar í Vogum hafa nú raunhæfan valkost um samgöngumáta, og ljóst ef litið er á farþegafjöldann og þróun hans að margir nýta sér þennan kost,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum.
 
Ef þróunin það sem eftir lifir ársins 2015 verður í samræmi við aukningu fyrri ára má gera ráð fyrir að fjöldi farþega fari að nálgast 7.000. Það er góð nýting á 14 manna bíl, segir Ásgeir bæjarstjóri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024