Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flytja risasjónauka fyrir NASA til Grænlands
Mánudagur 2. september 2002 kl. 14:26

Flytja risasjónauka fyrir NASA til Grænlands

Airbus risaflugvélin er farin frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Syðri Straumfjarðar á Grænlandi. Vélin er að flytja risastóran sjónauka fyrir bandarísku geimferðastofnunina, NASA. Vélin kom hingað til lands frá Edinborg í Skotlandi. Það var fyrirtækið Vallarvinir á Keflavíkurflugvelli sem sá um afgreiðsluvélarinnar.Vélin heitir Airbus 36S Beluga. Hún er í eigu Airbus-verksmiðjanna og og er aðallega notuð til að flytja flugvélaskrokka. Hún getur borið 47 tonn af varningi, en helsti kostur vélarinnar er að hún getur flutt hluti sem eru miklir af ummáli, þó svo þeir séu léttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024