Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Flytja hús frá Keflavík til Grindavíkur
Þetta er húsið sem til stendur að flytja frá Keflavík til Grindavíkur. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Fimmtudagur 29. nóvember 2012 kl. 15:43

Flytja hús frá Keflavík til Grindavíkur

Byggingafyrirtækið Húsanes sf. hefur óskað eftir lóð í gamla bænum í Grindavík undir hús til stendur að flytja af lóð við Suðurgötu 19 í Keflavík. Þar rís nú sex íbúða hús sem Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, lætur byggja fyrir öryrkja sem nú búa allir saman á sambýli í Reykjanesbæ.

Húsið sem sendur við Suðurgötu í Keflavík er í stíl við önnur hús á því svæði sem til stendur að koma því fyrir á í Grindavík.

Yfirvöld í Grindavík hafa tekið vel í hugmyndina um flutning á húsinu til Grindavíkur og hafa falið sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að finna hentuga staðsetningu fyrir húsið.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024