Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Flytja flugafgreiðslutæki frá Keflavík til Akureyrar
Föstudagur 23. apríl 2010 kl. 16:40

Flytja flugafgreiðslutæki frá Keflavík til Akureyrar

Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli, IGS, sendi í dag nokkur stór flugafgreiðslutæki landleiðina norður til Akureyrar en miðstöð millilandaflugs hefur verið flutt norður á meðan Keflavíkurflugvöllur er lokaður vegna öskuskýs frá Eyjafjallajökli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Einar Hannesson forstöðumaður hjá IGS sagði í samtali við Víkurfréttir að tækin hafi verið send norður í dag en í gær hafi verið flogið með 15 starfsmenn ýmissa deilda IGS norður til að annast flugafgreiðslu.


Hjá IGS er gert ráð fyrir því að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður um helgina og millilandaflugið verði um Akureyrarflugvöll.

Aðspurður um eldsneyti, sagði Einar að byrgðir á Akureyri myndu duga í nokkra daga og sama á við um afísingarefni.



Myndir frá flugafgreiðslu í Keflavík. Úr safni Víkurfrétta.