Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 13. apríl 2002 kl. 10:59

Fluttur á sjúkrahús eftir slys á Miðnesheiði

Karlmaður á þrítugsaldri, sem var farþegi í bifreið sem valt út af Sandgerðisvegi á Miðnesheiði, var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík og síðan áfram til Reykjavíkur með áverka eftir slysið.Maðurinn skarst í andliti og þurfti að sauma skurðina saman. Hvorki hann né ökumaðurinn, sem er átján ára kona, voru í bílbeltum þegar bíllinn valt um kl. hálf sjö í morgun. Hálka var á veginum þegar slysið varð. Miklar skemmdir urðu á bílnum og var hann dreginn af vettvangi. Ekki er grunur um ölvunarakstur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024